Byssusýning í Veiðisafninu Stokkseyri

Við verðum á svæðinu með nokkra handsmíðaða hnífa og byssur og meðal annars þennan Mauser

Byssusýning 2013 – Veiðisafnið – Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldin laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. mars 2013 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.
Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a úr einkasöfnum frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík.
Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og kynnir sín verk og félagar úr Bogveiðifélagi Íslands kynna sína starfsemi og sýna veiðiboga.

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1250 fl. og 650 kr. börn 6-12 ára.

Nánari upplýsingar á www.veidisafnid.is og www.vesturrost.is


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.